Skattamál

89. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 17:55:40 (4213)


     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) :
    Hæstv. forseti. Í þessu frv. er gert ráð fyrir verulegum breytingum þar sem tilfærsla verður á sköttum frá fyrirtækjum til einstaklinga og á neyslu. Þetta er gert til þess að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja og hamla gegn atvinnuleysi. Skattbyrðinni verður dreift þannig að hún verður mest á þeim sem hæst hafa launin. En þrátt fyrir allt þetta breytast heildarskatttekjur íslenska ríkisins ekkert að ráði miðað við yfirstandandi ár og verða að raungildi minni en árin 1989, 1990 og 1991. Ég segi já.