Samningur um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands

90. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 19:08:39 (4226)

     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Ég fagna því að hæstv. utanrrh. skyldi ranka við sér, að vísu ekki fyrr en hv. 7. þm. Reykn. hafði spurt eftir þessu þingmáli í hv. utanrmn. Þetta er mál sem ekki má gleymast að afgreiða þótt hugur hæstv. utanrrh. sé nú kominn til Brussel. Við lifum norður í höfum og höfum okkar lífsviðurværi hér og ég held að hér sé um mikilvægan samning að ræða sem liggi á að taka til meðferðar á Alþingi. Ég vil greiða fyrir þessari þáltill. og gera mitt til þess að hún geti náð afgreiðslu áður en þingi verður frestað.