Frestun á fundum Alþingis

91. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 20:02:28 (4236)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil spyrja hvaða rök eru fyrir því að fresta fundi Alþingis með þál. þegar gert er ráð fyrir því að fundir Alþingis hefjist að nýju fljótlega upp úr áramótunum, 4. eða 5. jan. Eru einhver rök fyrir því, virðulegi forseti, að það þurfi að samþykkja sérstaka þál. í þessu skyni, eða hvað? Ég spyr. Ég hefði haldið að samkvæmt þingsköpum væri nægilegt að hæstv. forseti ákvæði að fresta fundum Alþingis og boðaði þá að nýju með dagskrá. Það líður ekki svo langur tími á milli þessa fundar hér og þess fundar sem á að halda 4. eða 5. jan.