Ferill 9. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 9 . mál.


49. Breytingartillögur



við frv. til samkeppnislaga.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



    Við 1. gr. bætist nýr stafliður, c-liður, sem orðist svo:
        vinna gegn því að einstaklingar eða fyrirtæki, samtök eða samstæður fyrirtækja komist í, viðhaldi eða hagnýti sér hvers konar yfirburða- eða einokunaraðstöðu á markaði sem hér eftir nefnist einu nafni markaðsráðandi aðstaða í lögum þessum.
    Við fyrri málsgrein 4. gr. bætist ný skilgreining og orðist svo:
                   Markaðsráðandi aðstaða er samkvæmt lögum þessum hver sú aðstaða sem veitir fyrirtæki eða fyrirtækjasamstæðu möguleika til að vera í krafti markaðshlutdeildar, stærðar eða annarra aðstæðna ráðandi um verð eða viðskiptahætti tiltekinnar vöru eða þjónustu á markaði. Samkeppnisráð skal sjálft setja sér nánari reglur í þessu sambandi, en skal þó jafnan miða við að staða eins aðila eða fleiri tengdra aðila sé markaðsráðandi ef markaðshlutdeild viðkomandi nær 33% eða meira í viðskiptum með tiltekna vöru eða þjónustu, þar með talið á sviði samgangna.
    Við 10. gr. bætist ný málsgrein er verði 3. mgr. og orðist svo:
                  Kaup eða yfirtaka fyrirtækja eða fyrirtækjasamstæðu á öðrum fyrirtækjum eða hvers kyns aðgerðir aðrar, sem eru gagngert í því skyni að komast í markaðsráðandi aðstöðu og til að nýta sér hana, eru bannaðar.
    Við IV. kafla frumvarpsins bætist ný grein er verði 17. gr. og orðist svo:
                  Fyrirtæki, sem telst markaðsráðandi á einu sviði samgangna, er óheimilt að vera ráðandi aðili eða eiga stærri eignarhlut en 25% í öðrum fyrirtækjum sem starfa að samgöngum.
    Á eftir 2. mgr. 18. gr. komi ný málsgrein er verði 3. mgr. og orðist svo:
                  Markaðsráðandi fyrirtæki skulu þó alltaf tilkynna til Samkeppnisstofnunar allar ákvarðanir um rekstur sinn, svo sem um kaup eða yfirtöku á öðrum fyrirtækjum sem haft geta veruleg áhrif á samkeppnisaðstæður. Sama gildir um hverjar þær ákvarðanir eða aðgerðir sem orðið geta þess valdandi að fyrirtæki eða fyrirtækjasamstæða komist í markaðsráðandi aðstöðu.
    Við 62. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Í því skyni að veita hæfilegan aðlögunartíma skulu ákvæði 17. gr. þó ekki öðlast gildi fyrr en 1. janúar 1995.

Greinargerð.


    Efni þeirra breytingartillagna, sem hér eru fluttar, er að stofni til sótt í frumvarp sem flutningsmaður flutti á síðasta þingi ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Alþýðubandalagsins. Það frumvarp var að formi til breytingar á lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, nr. 56 16. maí 1978, með síðari breytingum. Hér er hins vegar valin sú leið að flytja helstu efnisþætti áðurnefnds frumvarps sem breytingartillögur við frumvarp það til samkeppnislaga sem ríkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi. Það frumvarp kom reyndar einnig fram á síðasta þingi skömmu fyrir þinglok og allmiklu síðar en frumvarp alþýðubandalagsmanna.
     Þessi aðferð, að leggja nú fremur fram breytingartillögur við hið nýja samkeppnislagafrumvarp, er m.a. valin vegna þess að full þörf er orðin á því að framkvæma heildarendurskoðun þeirra lagaákvæða sem hér hafa gilt um viðskiptahætti og samkeppni og frumvarpið er um mjög margt til bóta.
     Frumvarpi ríkisstjórnarinnar til nýrra samkeppnislaga er í ýmsu áfátt. Einkum eru það þau ákvæði sem varða hvers kyns fákeppnisaðstæður á markaði og ráðandi aðstöðu einstakra fyrirtækja sem eru allt of veikluleg og efni þessara breytingartillagna er einmitt að bæta úr því. Í frumvarp ríkisstjórnarinnar vantar einnig með öllu skilgreiningu á því hvað skuli teljast