Ferill 5. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 5 . mál.


184. Breytingartillögur



við frv. til l. um gjaldeyrismál.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 3. gr. Eftirtaldar breytingar verði á 1. málsl.:
         
    
    Í stað orðsins „stöðvun“ komi: að takmarka eða stöðva.
         
    
    Í stað orðanna „á einhverjum eða öllum af eftirtöldum flokkum“ komi: einhverja eða alla eftirtalda flokka.
    Við 4. gr. Í stað orðanna „einhverja eða alla af eftirtöldum flokkum“ í 1. mgr. komi: gjaldeyrisviðskipti vegna einhverra eða allra eftirtalinna flokka.
    Við 8. gr. Síðari málsgrein orðist svo:
                  Seðlabankinn setur nánari reglur um skilyrði til gjaldeyrisviðskipta sem gilda fyrir þá aðila sem nefndir eru í 2. málsl. 1. mgr. Í þeim skal m.a. kveðið á um umfang og mörk gjaldeyrisviðskipta hverrar stofnunar, reglulega upplýsingagjöf til Seðlabankans, fullnægjandi innra eftirlits- og upplýsingakerfi og hæfisskilyrði starfsfólks. Í þeim skal enn fremur kveðið á um afturköllun heimilda til gjaldeyrisviðskipta að því er varðar þá aðila sem ekki hafa heimild til slíkra viðskipta í lögum eða samkvæmt ákvæðum í alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að.
    Ákvæði til bráðabirgða II falli brott.