Ferill 21. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 21 . mál.


343. Breytingartillögur



við frv. til l. um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (RG, IP, EH, EKG, JónK, GuðjG, ISG, SigG).



     1 .     Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Ákvæði reglugerðar um frelsi launþega til flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins nr. 1612/68/EBE, sbr. reglugerð nr. 312/76/EBE, eins og henni var breytt með ákvæðum samn ingsins um Evrópskt efnahagssvæði, skulu hafa lagagildi hér á landi.
                  Reglugerðin, eins og hún hefur verið aðlöguð, sbr. 1. mgr., er prentuð sem fylgiskjal með lögum þessum.
     2 .     Við 2. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                  Þegar nefndin fjallar um mál sem varða sérstaklega önnur heildarsamtök launþega eða at vinnurekenda en þau sem kveðið er á um í 1. og 3. mgr. skulu fulltrúar þeirra samtaka taka sæti í nefndinni.
     3 .     Við 3. gr. Í stað orðsins „laganna“ komi: eftirlits skv. 2. gr.
     4 .     Á eftir 4. gr. komi svofellt



Fylgiskjal.


    Ákvæði reglugerðar um frelsi launþega til flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins nr. 1612/68/EBE eins og henni var breytt með reglugerð nr. 312/76/EBE, með þeim breytingum og við bótum sem leiðir af V. viðauka, bókun 1 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og öðrum ákvæðum hans .*

*    Aðlögun reglugerðarinnar er með fyrirvara um framkvæmd EFTA-ríkjanna á einstökum þáttum hennar, sbr. t.d. d-lið 4. tölul. bókunar 1.


( Tölvutækur texti ekki til. )