Ferill 7. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 7 . mál.


378. Nefndarálit



um frv. til l. um vog, mál og faggildingu.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund frá viðskiptaráðuneytinu Finn Sveinbjörnsson skrifstofustjóra og Pál Ásgrímsson lögfræðing. Umsagnir bárust frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Fiskistofu, Samtökum fiskvinnslustöðva, Neytendasamtökunum, Félagi íslenskra iðnrekenda, Landssambandi iðnaðarmanna, Löggildingarstofunni, Framleiðsluráði landbúnaðarins, Verslunarráði Íslands og Hollustuvernd ríkisins.
    Nefndin leggur til að gerðar verði eftirfarandi breytingar við frumvarpið:
    Lögð er til breyting á 11. gr. þannig að stofnanir og fyrirtæki séu faggilt af Löggildingarstofu eða hliðstæðum stofnunum í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins sé faggildingar krafist samkvæmt íslenskum reglum eða reglum sem gilda innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þá vantaði í ákvæðið orðið „eftirlit“ og er lagt til að því verði bætt við.
    Lagt er til að síðari málsgrein 14. gr. falli brott, en hún þykir óþörf. Ráðherra hefur samkvæmt almennum reglum og framkvæmd þær heimildir sem ákvæðið mælir fyrir um. Tekið er fram að með þessu er ekki verið að banna skiptingu Löggildingarstofu í deildir.
    Lögð er til sú breyting á 17. gr. að Löggildingarstofunni verði skylt, en ekki aðeins heimilt, að fela öðrum aðila verkefni sín með samningi svo fremi ákveðin skilyrði leyfi það.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með þessu breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 26. nóv. 1992.


Vilhjálmur Egilsson,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Guðjón Guðmundsson.

form., frsm.



Guðmundur H. Garðarsson.

Sólveig Pétursdóttir.

Halldór Ásgrímsson,

með fyrirvara.



Jóhannes Geir Sigurgeirsson,

Kristín Ástgeirsdóttir,

Steingrímur J. Sigfússon,

með fyrirvara.

með fyrirvara.

með fyrirvara.