Ferill 7. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 7 . mál.


379. Breytingartillögur



við frv. til l. um vog, mál og faggildingu.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Við 11. gr. Fyrri málsliður 2. mgr. orðist svo: Nú er gerð krafa um faggildingu stofnana og fyrirtækja, sem framkvæma lögbundnar prófanir eða eftirlit eða votta að vara, ferli eða þjónusta, svo og hæfni og þekking starfsmanna, uppfylli lögbundnar kröfur og skal þá slíkri kröfu fullnægt af Löggildingarstofunni eða hliðstæðum stofnunum í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins.
    Við 14. gr. Síðari málsgrein falli brott.
    Við 17. gr. Greinin orðist svo:
                  Lögggildingarstofan skal, þar sem aðstæður mæla með, með samningi fela aðilum, sem þess óska og hafa sérþekkingu og nauðsynlega hæfni, að leysa verkefni sem henni eru falin samkvæmt lögum þessum.