Ferill 13. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 13 . mál.


394. Breytingartillögur



við frv. til l. um Verðbréfaþing Íslands.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Við 1. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Verðbréfaþing Íslands er sjálfseignarstofnun sem hefur einkarétt á að stunda verðbréfaþingsstarfsemi hér á landi. Önnur starfsemi er Verðbréfaþinginu óheimil, sbr. þó ákvæði 20. gr.
         
    
    Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Með verðbréfaþingsstarfsemi er átt við að á reglubundinn hátt séu leidd saman sölu- og kauptilboð í verðbréf til opinberra viðskipta og verðskráningar. Verðbréfin skulu vera úr tilteknum flokkum sem stjórn Verðbréfaþings hefur með formlegum hætt tekið á sérstaka skrá þar sem útgefendur skuldbinda sig meðal annars til að sinna tiltekinni upplýsingaskyldu.
    Við 2. gr. Orðin „m.a.“ í 1. málsl. falli brott.
    Við 3. gr. Orðin „ár hvert“ í 2. málsl. fyrri málsgreinar falli brott.
    Við 8. gr.
         
    
    Orðin „Verðbréfamiðlarar og“ í 2. og 3. tölul. 1. mgr. falli brott.
         
    
    Við bætist nýr töluliður er orðist svo: Verðbréfafyrirtæki sem starfa í ríki sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins og öðlast hafa leyfi til verðbréfamiðlunar samkvæmt lögum síns heimalands og heyra undir eftirlit lögbærs yfirvalds þar.
         
    
    2. og 3. mgr. falli brott.
    Við 11. gr. 3. tölul. fyrri málsgreinar orðist svo: að þingaðila sé tilkynnt ákvörðun stjórnar um umsókn um skráningu að jafnaði eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að fullbúin umsókn barst. Ákvörðun stjórnar skal þó ávallt liggja fyrir innan sex mánaða.
    Við 12. gr.
         
    
    Síðari málsliður 2. mgr. orðist svo: Skal stjórn þingsins verða við því að undangenginni athugun á forsendum fyrir slíkri ósk.
         
    
    3. mgr. falli brott.
         
    
    Síðari málsliður 4. mgr. orðist svo: Hann skal hafa samráð við stjórn þingsins sé þess nokkur kostur áður en slík ákvörðun er tekin.
    Við 15. gr. Orðin „og þeir staðfesti með formlegum hætti að þeir sætti sig við það“ í fyrri málslið falli brott.
    Við 18. gr. Í stað orðanna „þingaðila og útgefenda skráðra verðbréfa“ 2. málsl. 1. mgr. komi: og þingaðila.
    Við 25. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1993.