Ferill 140. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 140 . mál.


402. Nefndarálit



um frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1992.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.


    Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 19. október sl. Nefndin hefur lokið umfjöllun um það og mælir meiri hlutinn með samþykkt frumvarpsins með þeim breytingum sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Nefndin kannaði hvern lið frumvarpsins til hlítar og fékk skýringar fjármálaráðuneytis og fagráðuneyta á óskum um viðbótargreiðsluheimildir frá fjárlögum þessa árs. Að lokinni athugun nefndarinnar á frumvarpinu og að fengnum skýringum fagráðuneyta, sem bera ábyrgð á útgjöldum viðfangsefna, og álits fjármálaráðuneytisins féllst meiri hluti nefndarinnar á flestar tillögur ráðuneytanna um auknar greiðsluheimildir sem fram koma í frumvarpinu.
    Þær breytingartillögur, sem meiri hlutinn gerir við frumvarpið, eru flestar minni háttar. Samtals nema tillögur um viðbótargreiðsluheimildir við 2. umr. 335.600 þús. kr. Skýringar á einstökum breytingartillögum verða gefnar í framsögu.

Alþingi, 3. des. 1992.


Karl Steinar Guðnason,

Sturla Böðvarsson.

Einar K. Guðfinnsson.

form., frsm.



Gunnlaugur Stefánsson.

Árni Johnsen.

Árni M. Mathiesen.