Ferill 125. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 125 . mál.


410. Breytingartillögur



við frv. til l. um umboðssöluviðskipti.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Við 1. gr.
         
    
    Fyrri málsgrein orðist svo:
                            Lög þessi gilda um viðskipti í umboðssölu sem eiga sér stað milli Íslands og annarra ríkja. Í lögunum merkir umboðssölumaður sjálfstætt starfandi millilið sem hefur ótímabundna heimild til að semja um kaup eða sölu á vörum og þjónustu sem veitt er í því sambandi fyrir hönd annars aðila — umbjóðanda — samkvæmt samningi þeirra í milli.
         
    
    Í stað orðanna „Skiptaráðandi og bústjóri“ í síðari málslið síðari málsgreinar komi: Skiptastjóri.
    Við 10. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Krafa um umboðslaun er gjaldkræf þegar:
         
    
    umbjóðandi hefur gengið frá viðskiptum,
         
    
    umbjóðandi ætti að hafa gengið frá viðskiptum í samræmi við samkomulag við þriðja aðila,
         
    
    þriðji aðili hefur þegar gengið frá viðskiptunum.
    Við 11. gr. Í stað orðsins „umboðsmaður“ í 2. mgr. komi: umboðssölumaður.
    Við 13. gr. Greinin orðist svo:
                  Umboðssölusamningar skulu vera skriflegir.
    Við 16. gr. Á eftir orðunum „2. mgr.“ í fyrri málslið fyrri málsgreinar komi: 15. gr.
    Við 17. gr.
         
    
    Á eftir orðunum „skilningi eru“ í 2. málsl. 4. mgr. komi: einkum.
         
    
    Í stað orðanna „telst umboðsmaður verða fyrir fjárhagstjóni þegar hann“ í 3. málsl. 4. mgr. komi: þegar umboðssölumaður.
    Við 18. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Umboðssölumaður á ekki rétt til greiðslu vegna samningsslita ef hann hefur sjálfur sagt samningnum upp. Þetta á þó ekki við ef ástæður uppsagnarinnar má rekja til umbjóðanda eða þess að umboðssölumaðurinn getur ekki haldið áfram starfi sínu vegna aldurs eða sjúkleika.
    Við 19. gr. Í stað orðsins „umboðsmaður“ komi: umboðssölumaður.