Ferill 306. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 306 . mál.


475. Frumvarp til laga



um Menningarsjóð.

(Lagt fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992.)



1. gr.


    Hlutverk Menningarsjóðs er að veita fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu sem verða mega til eflingar íslenskri menningu.

2. gr.


    Í stjórn Menningarsjóðs eiga sæti þrír fulltrúar sem menntamálaráðherra skipar til tveggja ára í senn og skipar hann einn þeirra formann stjórnar. Varamenn í stjórn skulu skipaðir með sama hætti og til jafnlangs tíma. Skipunartími stjórnarmanna skal þó takmarkaður við embættistíma þess ráð herra sem skipaði þá sitji hann skemur en sem nemur reglulegum skipunartíma stjórnar.
    Stjórn Menningarsjóðs gerir árlega áætlun um tekjur og gjöld sjóðsins og skal hún borin undir menntamálaráðherra til samþykktar. Kostnaður vegna starfsemi sjóðsins greiðist úr Menningar sjóði.

3. gr.


    Til Menningarsjóðs falla árlega þessar tekjur:
     a .     Gjald af aðgöngumiðum að kvikmynda- og skuggamyndasýningum og dansleikjum skv. 8. gr. laga nr. 58/1970, um skemmtanaskatt.
     b .     Fjárveiting sem veitt er í fjárlögum hverju sinni.

4. gr.


    Stjórn Menningarsjóðs hefur með höndum árlega úthlutun styrkja úr sjóðnum.
    Við úthlutun úr Menningarsjóði skal lögð sérstök áhersla á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka og menningarsögulegra rita. Jafnframt veitir sjóðurinn fjárhagslegan stuðning til annarrar skyldrar starfsemi eftir nánari ákvæðum í reglugerð.

5. gr.


    Menntamálaráðherra setur nánari ákvæði í reglugerð um framkvæmd laga þessara.

6. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi. Samtímis falla úr gildi lög nr. 50/1957, með síðari breytingum, um menningarsjóð og menntamálaráð.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Á árinu 1993 skulu 15 milljónir króna frá uppgjöri Bókaútgáfu Menningarsjóðs renna til Menn ingarsjóðs í stað framlags á fjárlögum.
    Á árinu 1993 skal a-liður 3. gr. ekki koma til framkvæmda.
    Menntamálaráð, sem kosið var af Alþingi samkvæmt lögum nr. 50/1957, með síðari breytingum, um menningarsjóð og menntamálaráð, skal leyst frá störfum við gildistöku laga þessara.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Á síðari hluta ársins 1991 varð ljóst að fjárhagserfiðleikar þeir, sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur átt við að stríða um nokkurt skeið, voru svo alvarlegir að í rekstrarþrot stefndi. Menntamála ráð, sem kjörið var að loknum alþingiskosningum 1991, hafði gert allt sem í valdi þess stóð til að rétta af fjárhag útgáfunnar en sýnt þótti að á árinu 1992 stefndi í þrot ef ekki yrði gripið til róttækra aðgerða.
    19. september 1991 samþykkti menntamálaráð m.a. að óska eftir því við menntamálaráðherra að:
    „Lögum um menningarsjóð og menntamálaráð, nr. 50/1957, verði breytt og hlutverk hans skilgreint að nýju.
    Þetta er auðvelt að skilgreina með tilliti til breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Aðrar stofnanir hafa tekið við hlutverkum sem skilgreind eru í fyrrnefndum lögum.
    Vegur hér þyngst að losna við útgáfuna í núverandi mynd.“
    Þessari samþykkt var komið á framfæri við menntamálaráðherra í bréfi Bessíar Jóhannsdóttur formanns menntamálaráðs dags. 19. september 1991.
    2. október 1991 ritaði menntamálaráðherra svohljóðandi bréf til formanns menntamálaráðs:
    „Menntamálaráðuneytið hefur móttekið bréf yðar dags. 19. september sl. þar sem gerð er grein fyrir samþykkt menntamálaráðs er varðar starfsemi ráðsins.
    Ráðuneytið fellst á tillögu ráðsins um að lögum verði breytt og að hlutverk þess verði skilgreint að nýju. Jafnhliða því sem útgáfustarfsemi a.m.k. í núverandi mynd verði lögð niður.
    Ráðuneytið hyggst skipa sérstakan starfshóp til að vinna að framgangi þessa máls og fer þess á leit við menntamálaráð að það tilnefni 2 fulltrúa í starfshópinn.“
    Af hálfu menntamálaráðs voru formaður, Bessí Jóhannsdóttir, og varaformaður, Helga Kristín Möller, tilnefndar í starfshópinn sem ráðherra skipaði 10. október 1991. Frá menntamálaráðuneyt inu kom Ólafur Arnarson, aðstoðarmaður ráðherra, sem var formaður hópsins.
    Starfshópnum voru falin tvö verkefni:
     1 .     Endurskoða lög nr. 50/1957, um menningarsjóð og menntamálaráð.
     2 .     Gera verkáætlun varðandi útgáfustarfsemi Menningarsjóðs er miði að því að hún verði lögð niður á árinu 1992 og hefja framkvæmd í samráði við menntamálaráðherra.
    Í fjárlögum 1992, sem voru samþykkt á Alþingi 22. desember 1991, er í 6. gr. lið 6.13 heimild til handa fjármálaráðherra „Að semja um ráðstöfun eigna og skulda Menningarsjóðs“. Þar kom fram skýr vilji Alþingis til að gera upp Bókaútgáfu Menningarsjóðs og ganga frá eignum og skuldum sjóðsins.
    Í ljósi framangreinds vann starfshópurinn verkáætlun þar sem miðað var við að ganga frá eign um og skuldum Menningarsjóðs á árinu 1992. Lokaatriðið í þeirri verkáætlun var að leggja frum varp fyrir Alþingi sem fæli í sér að Bókaútgáfa Menningarsjóðs yrði lögð niður.
    Starfshópurinn hefur unnið að gerð þessa frumvarps. Eftir fráfall Helgu Kristínar Möller tók Hlín Daníelsdóttir sæti hennar í starfshópnum, enda hafði hún tekið við varaformennsku í mennta málaráði.
    Ekki skal hér fjölyrt um það hvort nauðsynlegt var að ríkið stæði að útgáfu á menningarbók menntum á þeim tíma er lög nr. 50/1957 voru samþykkt. Ljóst má vera að engar slíkar forsendur eru fyrir hendi núna. Það sýnir starf sjálfstæðra bókaútgefenda, unnið af metnaði, á undanförnum árum.
    Hinu er ekki að leyna að oft og tíðum eru vönduð verk, með menningarlegt gildi, dýr í útgáfu og sölumöguleikar takmarkaðir. Því er nauðsynlegt að ríkið hafi einhver ráð til að styrkja útgáfu slíkra verka. Með þessu frumvarpi er lagt til að ríkisvaldið geti styrkt útgáfu vandaðra verka, án þess að vera beinn aðili að útgáfu þeirra, og að þeir fjármunir sem til slíks eru ætlaðir nýtist sem best í verk efnin sjálf.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Hér er hlutverk Menningarsjóðs skilgreint. Sjóðnum er ætlað að veita fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu sem mega verða til eflingar íslenskri menningu. Markmið eru skýr. Þetta er sjóður sem styrkir útgáfu bóka en stendur ekki sjálfur í bókaútgáfu.

Um 2. gr.


    Hér er hlutverk stjórnar Menningarsjóðs skilgreint. Enn fremur kemur fram hér breyting frá lög um nr. 50/1957. Í stað þess að Alþingi kjósi menntamálaráð er gert ráð fyrir að ráðherra skipi stjórn Menningarsjóðs. Eðlilegt er að menntamálaráðherra, sem ber stjórnskipulega ábyrgð á störfum stjórnarinnar, skipi hana. Þá er í þessari grein tryggt að stjórn Menningarsjóðs endurspegli á hverj um tíma þær áherslur sem í gildi eru í mennta- og menningarstefnu ríkisstjórnar. Það tryggir ákvæð ið um að stjórnarmenn sitji ekki lengur en sá ráðherra sem skipaði þá.
    Gert er ráð fyrir að menntamálaráðuneytið muni sjá stjórninni fyrir fundaraðstöðu og annarri þeirri þjónustu sem þörf er á til að hún geti gegnt hlutverki sínu.

Um 3. gr.


    Þessi grein er efnislega samhljóða 3. gr. laga nr. 50/1957.

Um 4. gr.


     Ekki er lengur gert ráð fyrir að Menningarsjóður styðji listgreinar sem aðrir sjóðir og stofnanir hafa með að gera samkvæmt ýmsum lögum. Megináhersla er á það lögð að sjóðurinn styðji útgáfu bóka án þess þó að stunda sjálfur bókaútgáfu. Þá er veitt svigrúm til stuðnings við aðra menningar starfsemi líkt og gert er í lögum nr. 50/1957, þó háð reglugerðarákvæðum.

Um 5. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 6. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um ákvæði til bráðabirgða.


    Gert er ráð fyrir að 15 millj. kr. frá uppgjöri á Bókaútgáfu Menningarsjóðs renni til Menningar sjóðs á árinu 1993. Uppgjöri er ekki endanlega lokið en hugsanlegt er að afrakstur verði meiri en sem nemur 15 millj. kr., aldrei þó hærri en 18–19 millj. kr. Verði afrakstur meiri en 15 millj. kr. er gert ráð fyrir að mismunur renni í ríkissjóð. Þetta er eðlileg ráðstöfun m.a. með tilliti til þess að ríkis sjóður hefur tekið yfir húseign Menningarsjóðs á góðu matsverði. Húsið þarfnast viðhalds sem rík issjóður verður að kosta.
    Með því að lög nr. 50/1957 eru felld úr gildi fellur jafnframt úr gildi skerðingarákvæði í fjárlaga frumvarpi 1993 á mörkuðum tekjustofni Menningarsjóðs. Hér er því gert ráð fyrir að a-liður 3. gr. komi ekki til framkvæmda á árinu 1993. Áhrif þessa eru óbreytt frá því sem orðið hefði að óbreytt um lögum.



Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um menningarsjóð


    Með frumvarpi þessu eru núgildandi lög um menningarsjóð og menntamálaráð felld úr gildi en stofnaður nýr menningarsjóður. Meginbreytingin er sú að öllum rekstri á vegum menningarsjóðs og bókaútgáfu verði hætt. Þar með fellur niður kostnaður vegna starfsmannahalds og rekstri honum tengdum, s.s. húsnæðiskostnaður. Kostnaður þessi er áætlaður um 8 m.kr. á þessu ári. Menntamála ráð verður lagt niður en í stað þess kemur þriggja manna stjórn menningarsjóðs. Í 2. gr. frumvarps ins er kveðið á um að kostnaður vegna starfsemi sjóðsins skuli greiðast úr menningarsjóði en ætla má að sá kostnaður verði innan við 0,5 m.kr. á ári. Þessar breytingar hafa ekki áhrif á útgjöld ríkis sjóðs en veitir meiri svigrúm innan sjóðsins til styrkveitinga.
    Verði frumvarpið að lögum eru helstu kostnaðaráhrif á ríkissjóð þessi:
    1. Til sjóðsins rennur gjald af aðgöngumiðum að kvikmynda- og skuggamyndasýningum Og dansleikjum skv. lögum um skemmtanaskatt. Þetta er sami tekjustofn og menningarsjóður hefur skv. núgildandi lögum en í fjárlagafrumvarpi 1993 er hins vegar gert ráð fyrir að framlag þetta verði fellt niður og tekjurnar renni í ríkissjóð. Í bráðabirgðaákvæði þessa frumvarps er sú ráðagerð stað fest og tekur til ársins 1993. Ekki er því gert ráð fyrir kostnaðarauka fyrir ríkissjóð vegna þessa ákvæðis frumvarpsins á árinu 1993. Tekjur af umræddu gjaldi eru 12 m.kr. á árinu 1993.
    2. Til sjóðsins rennur fjárveiting sem veitt er á fjárlögum hverju sinni. Í bráðabirgðaákvæði þessa frumvarps er kveðið á um að á árinu 1993 skuli 15 m.kr. frá uppgjöri Bókaútgáfu menningar sjóðs renna til menningarsjóðs í stað framlags á fjárlögum.
    Samkvæmt framangreindu er það mat fjármálaráðuneytis að verði frumvarp þetta að lögum leiði það til 15 m.kr. lægri tekna fyrir ríkissjóð þar sem skil á uppgjöri sjóðsins hefði runnið í ríkissjóð hefðu núgildandi lög verið felld úr gildi og þetta frumvarp ekki komið til. Að auki minnkar áhætta ríkissjóðs þar sem hann ber ekki lengur ábyrgð á skuldbindingum vegna starfsmannahalds.