Ferill 46. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 46 . mál.


492. Breytingartillögur



við frv. til l. um Kjaradóm og kjaranefnd.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar


(VE, RG, GuðjG, SP, IBA, JGS, HÁ, SJS).



    Við 2. gr. Í stað orðanna „og héraðsdómara“ komi: héraðsdómara, biskups Íslands, ríkisendurskoðanda, ríkissáttasemjara, ríkissaksóknara og umboðsmanns Alþingis.
    Við 3. mgr. 6. gr. bætist: og ráðningarkjörum.
    Á eftir 6. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Kjaradómur skal setja kjaranefnd, sbr. II. kafla laga þessara, meginreglur um úrskurði nefndarinnar.
    Við 7. gr. (er verði 8. gr.). Fyrri málsgrein orðist svo:
                  Kjaranefnd skal skipuð þremur mönnum. Kjaradómur tilnefnir tvo nefndarmenn og fjármálaráðherra skipar einn og skal hann jafnframt vera formaður. Varamenn skulu valdir með sama hætti.
    Við 8. gr. (er verði 9. gr.). Á greininni verði svofelldar breytingar:
         
    
    Við 1. mgr. bætist eftirtalin embætti í stafrófsröð: ríkisbókari, ríkisféhirðir og veiðimálastjóri.
         
    
    Orðin „Biskup Íslands“, „ríkisendurskoðandi“, „ríkissáttasemjari“ og „skrifstofustjóri Alþingis“ í 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „laun og starfskjör“ í 3. mgr. komi: launakjör.
         
    
    4. mgr. orðist svo:
                            Teljist starf stjórnanda í stofnun eða embættismanns vera þannig að því megi að umfangi og ábyrgð öldungis jafna til starfa þeirra sem taldir eru upp í 1. mgr. og hafi viðkomandi starfsmaður óskað eftir að vera utan samningsumboðs stéttarfélaga, sbr. 5. tölul. 1. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, eða er ekki í slíku félagi skal fjármálaráðherra vísa ákvörðun um launakjör hans til kjaranefndar.
    Í síðari málslið 1. mgr. 9. gr. (er verði 10. gr.) falli niður orðin „og um þau störf sem þeir kunna að gegna fyrir aðra“.
    Við 3. mgr. 11. gr. (er verði 12. gr.) bætist: og ráðningarkjara.
    Við ákvæði til bráðabirgða bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Ákvæði laga þessara breyta ekki efni skriflegra kjarasamninga sem gerðir hafa verið við einstaklinga sem undir lögin falla fyrir gildistöku þeirra nema þeim sé sagt upp með löglegum fyrirvara.
                  Leiði úrskurður samkvæmt lögum þessum vegna ákvæða 1. mgr. 6. gr. eða 1. mgr. 11. gr. til þess að þegar áunninn eftirlaunaréttur einstaklings í starfi, eða þess sem tekur eftirlaun sem miðast við slíkt starf, breytist til lækkunar skal viðkomandi halda þeim rétti sem hann hefur þegar áunnið sér. Lífeyrir, eins og hann er samkvæmt þeim rétti, skal taka breytingum í hlutfalli við breytingar á meðaldagvinnulaunum sem ákveðin eru samkvæmt lögum þessum frá fyrsta úrskurði samkvæmt þeim.