Ferill 97. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 97 . mál.


518. Nefndarálit



um frv. til l. breyt. á l. um málefni aldraðra, nr. 82/1989, með síðari breytingum.

Frá 2. minni hluta heilbrigðis- og trygginganefndar.


    
    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið á fundum sínum og fengið umsagnir frá Landssambandi aldraðra, stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra, Öldrunarráði Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfé laga, Félagsmálaráði Reykjavíkur og Félagi eldri borgara.
    Með frumvarpinu er verið að skerða Framkvæmdasjóð aldraðra með því að fela honum aukin verkefni án þess að auka tekjur sjóðsins. Er þetta nú gert öðru sinni en árið 1991 var farið inn á þá braut að heimila að rekstrarframlög væru tekin úr sjóðnum. Sjóðurinn er fjármagnaður með 3.800 kr. nefskatti á alla skattgreiðendur 16–70 ára óháð tekjum. Forsenda þessarar skattlagningar var á sínum tíma að ástandið í húsnæðis- og vistunarmálum aldraðra væri svo bágborið að gera þyrfti sérstakt átak og nota til þess sérstakan tekjustofn. Ef það er núna skoðun stjórnarflokkanna að þessar forsendur séu ekki lengur fyrir hendi, verkefnum, sem sjóðnum voru falin í upphafi, sé lokið, eru forsendurnar fyrir sérstakri skattlagningu líka brostnar. Eðlilegast væri þá að leggja nefskattinn af, marka sjóðnum nýtt hlutverk og nýjan tekjustofn.
    Annar minni hluti er þó ekki þessarar skoðunar. Enn er mikið verk óunnið í uppbyggingu þjón ustu fyrir aldraða, ekki síst í Reykjavík þar sem enn vantar 260 hjúkrunarrými til að sinna þeim öldr unarsjúklingum sem eru í brýnni þörf fyrir hjúkrun. Þá er ástæða til að benda á að sjóðurinn hefur tekið á sig miklar skuldbindingar sem hann ætti, ef allt væri með felldu, að greiða á næstu 3–5 árum. Þessar skuldbindingar nema nú 1.109 millj. kr. Til samanburðar má geta þess að á árinu 1993 verða tekjur sjóðsins 425 millj. kr. Ef meira en helmingi af tekjum sjóðsins verður varið til reksturs stofn ana aldraðra á næstu árum er borin von að sjóðurinn geti sinnt nýjum verkefnum í uppbyggingu í þágu aldraðra eða staðið við fyrri skuldbindingar. Jafnframt er ástæða til að benda á að verkefni sjóðsins munu án efa aukast á komandi árum, annars vegar vegna þess að mjög ört fjölgar í hópi aldraðra og eins vegna hins að þær stofnanir, sem þegar hafa verið byggðar, munu kalla á aukið við hald og endurbætur á komandi árum.
    Vegna alls þessa leggst 2. minni hluti gegn þeirri breytingu á Framkvæmdasjóði aldraðra sem fyrirhuguð er og vísar auk þess til umsagna um frumvarpið sem allar voru á einn veg, andsnúnar frumvarpinu.

Alþingi, 18. des. 1992.



Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.


    


Fylgiskjal I.

UMSAGNIR UM FRUMVARP TIL LAGA UM BREYTING Á LÖGUM


UM MÁLEFNI ALDRAÐRA



Frá Landssambandi aldraðra.


(23. nóvember 1992.)


    Stjórn Landssambands aldraðra hefur kynnt sér efni frumvarpsins og getur ekki fallist á réttmæti þess eða röksemdir þær sem fram eru settar í greinargerð með frumvarpinu. Leggur stjórnin því til að frumvarpinu verði vísað frá með eftirfarandi rökstuðningi:
     1 .     Að mati stjórnar Landssambands aldraðra fer því fjarri að uppbygging á vistunaraðstöðu fyrir sjúka og fatlaða í hópi aldraðra sé komin í viðunandi horf. Samkvæmt upplýsingum frá Félags málastofnun sveitarfélaga eru hundruð einstaklinga á biðlistum eftir plássi á sjúkradeildum og vistheimilum. Auk þess er mjög brýnt að sinna ýmsum nýjungum í uppbyggingu og rekstri vistheimila, svo sem byggingu sambýla, þar sem hagkvæmari rekstur fer saman við betri þjón ustu við aldraða.
     2 .     Ljóst er af skýrslum Hagstofunnar um aldursskiptingu þjóðarinnar að stórir árgangar koma inn á lífeyrisaldurinn á næstu árum. Auk þess er ljóst að sá fjöldi fólks á eftirlaunaaldri, sem flutt hefur inn í sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða á undanförnum árum, þarf á næstu missirum í vax andi mæli vistun á sambýlum eða sjúkradeildum.
                  Auk þeirra staðreynda, sem hér hefur verið minnst á, er ljóst að vegna núverandi ástands á vinnumarkaði í þjóðfélaginu er mjög hagkvæmt að halda áfram þeirri uppbyggingu í málefn um aldraðra sem fjölmörg sveitarfélög vinna nú að eða eru með á undirbúningsstigi. Fjármagn frá Framkvæmdasjóði aldraðra hefur verið mjög mikilvæg aðstoð og uppörvun við þær fram kvæmdir.
     3 .     Verði frumvarpið samþykkt og fjármagn sjóðsins tekið í rekstur er hætta á því að svo verði til frambúðar og jafnvel í vaxandi mæli.
                  Ástæða er til að minna á að tekjur Framkvæmdasjóðs aldraðra eru innheimtar með svoköll uðum nefskatti á alla þegna þjóðfélagsins frá 16–70 ára aldri. Sú skattlagning gengur þvert á þá grundvallarreglu skattalaga að menn greiði skatta sem hlutfall af tekjum eða eignum. Þrátt fyrir þessa afbrigðilegu skattheimtu hafa skattgreiðendur unað henni í meira en áratug aðeins vegna þess að fjármagninu hefur verið varið til þess að byggja upp bætta aðstöðu fyrir aldraða.


Frá Öldrunarráði Íslands.


(27. nóvember 1992.)


    Breytingartillaga heilbrigðisráðherra um breytt hlutverk sjóðsins felur í sér veigamiklar eðlis breytingar á starfsemi hans. Upphaflegar forsendur fyrir stofnun sjóðsins voru að gera þyrfti stór átak í byggingarmálum í þágu aldraðra vegna bágs ástands á því sviði. Samþykkt var að „nefskattur“ yrði tekjustofn sjóðsins. Við skattalagabreytingu yfir í staðgreiðslukerfi var „nefskattur“ felldur niður og ákveðið að fella hann inn í staðgreiðsluálagningu en síðar skyldi sjóðurinn fá fjárveitingu af fjárlögum. Efndir urðu litlar og var því horfið til þess ráðs að endurvekja „nefskattinn“ og hefur sjóðurinn síðan getað staðið við hlutverk sitt að mestu.
    Öldrunarráð minnir á að enn er mikill vandi óleystur í Reykjavík og nágrenni varðandi hjúkrun arheimili og jafnframt á afmörkuðum svæðum á landsbyggðinni. Ýmsar framkvæmdir eru þegar hafnar og aðrar langt á veg komnar og þegar hefur sjóðurinn verulegar skuldbindingar gagnvart þessum verkefnum. Undir engum kringumstæðum má skerðing á framkvæmdafé leiða til að fram kvæmdaaðilar geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum. Öldrunarráð getur fallist á að umframfjármagn sjóðsins sé nýtt til tímabundins rekstrar, annars vegar heimaþjónustu og hins vegar stofnana sem hefja rekstur eftir að fjárlagaár hefst, en ekki til almenns rekstrar. Því er Öldrunarráð andvígt breytingartillögu á 3. og 4. tölul. 12. gr.
    Sé svo komið, að áliti stjórnvalda, að ekki sé þörf frekara átaks í nýbyggingum í þágu aldraðra, er ástæða til grundvallarendurskoðunar á hlutverki sjóðsins, t.d. með lægri tekjustofni og nýta þá sjóðinn til endurnýjunar og viðhalds auk nýrekstrar. Því er rétt að 2. mgr. 12. gr. standi áfram óbreytt þar til slík endurskoðun fer fram. Ráðið telur jafnframt vafasamt að Alþingi afsali sér fjár veitingavaldi til rekstrar yfir til eins fagráðherra í svo umtalsverðum mæli sem um gæti verið að ræða. Að öðru leyti vísast til meðfylgjandi ályktunar sem samþykkt var á aðalfundi Öldrunarráðs Íslands fyrir skömmu.


Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.


(25. nóvember 1992.)


    Á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. nóvember sl. var lagt fram bréf heilbrigð is- og trygginganefndar Alþingis dags. 28. október 1992, þar sem leitað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 82/1989, með síðari breytingum.
    Stjórn sambandsins leggst gegn samþykkt frumvarpsins, enda er það í andstöðu við upphaflegan tilgang sjóðsins sem stofnaður var með nefsköttum til að vinna að brýnu verkefni, byggingu stofn ana í þágu aldraðra, en mikið skortir á að því verkefni sé lokið.



Fylgiskjal II.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti:

Úthlutanir og skuldbindingar Framkvæmdasjóðs aldraðra.


(17. desember 1992.)




(Tafla mynduð.)




Fylgiskjal III.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra.


(20. nóvember 1992.)


    Samstarfsnefnd um málefni aldraðra/stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra leggur áherslu á að rök stuðningur með fyrstu gerð laganna er enn í fullu gildi, en þar er honum ætlað að styrkja ríki og sveitarfélög til bygginga, breytinga og endurbóta á stofnunum og húsnæði fyrir aldraða. Fram kvæmdasjóður var ekki hugsaður sem rekstrarskattur.
    Þegar heimildin var gefin með breytingum á lögum til að ráðstafa hluta sjóðsins til rekstrar stofnana sem kynnu að hefja rekstur á milli fjárlagaára, fjárlagagerðar, var það skilningur nefndar innar að um tímabundnar aðgerðir væri að ræða og telur hún því auknar rekstrarálögur á sjóðinn ekki koma til greina. Enn vænta aðilar um land allt, sem hafið hafa framkvæmdir eða lokið þeim, framlaga úr sjóðnum reglum samkvæmt sem nema um eða yfir einum milljarði króna. Þarna er ekki síst um Stór-Reykjavíkursvæðið að ræða.
    Hlutverk sjóðsins er ærið þó ekki sé bætt á hann styrkjum til heilsugæslustöðva sem hafa reyndar aldrei komið honum við. Sjóðstjórnin telur framkomið lagafrumvarp alls ekki til bóta enda ekki rétt sem segir í greinargerð með frumvarpinu að hinni gífurlegu uppbyggingu „sem orðið hefur á síðasta áratug í húsnæðismálum aldraðra um land allt“ sé lokið þó framkvæmdir séu víða hafnar, á veg komnar eða lokið án fullra styrkveit inga. Þegar sjóðurinn hefur staðið við þær skuldbindingar, sem við hann eru bundnar, er eðlilegt að lögin um Framkvæmdasjóð aldraðra verði endurskoðuð. Þá verður þó að reikna með verulegum peningum til viðhalds, endurbóta og þess háttar og vegna breytinga sem eru svo örar í þjónustu við aldraða skjólstæðinga samfélagsins.
    Það er því álit Samstarfsnefndar um málefni aldraðra/stjórnar Framkvæmdasjóðs aldr aðra að ekki eigi að ætla Framkvæmdasjóði aldraðra að styrkja rekstur öldrunarstofnana.