Ferill 145. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 145 . mál.


589. Breytingartillögur



við frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1993.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GuðjG, IBA, RG, SP).



    Við 1. gr. Í stað „15.800“ komi: 15.970.
    Við 5. gr. Í stað „12 m.kr.“ í 3. tölul. komi: 16,2 m.kr.
    Í lok II. kafla komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
         
    
    (7. gr.)
                            Fjármálaráðherra er heimilt að veita Íslenska járnblendifélaginu hf. bráðabirgðalán að fjárhæð allt að 150 m.kr. og er heimilt að breyta því láni í víkjandi lán eða hlutafé í félaginu í tengslum við samninga milli eigenda um fjárhagslega skipulagningu þess. Enn fremur er heimilt að semja um frekari aukningu hlutafjár eða víkjandi lán enda hljóti slíkar ráðstafanir staðfestingu Alþingis.
         
    
    (8. gr.)
                            Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs og að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis að semja við Suðureyrarhrepp um yfirtöku á hluta af skuldum Hitaveitu Suðureyrar í tengslum við sölu hreppsins á hitaveitunni til Orkubús Vestfjarða.
    Á eftir IV. kafla komi nýr kafli, V. kafli, Breyting á lögum nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum, með einni grein (er verði 34. gr.) er orðist svo:
                  59. gr. laganna falli brott.
    Fyrirsögn frv. verði: Frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1993 o.fl.