Ferill 13. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 13 . mál.


654. Breytingartillaga



við brtt. á þskj. 394 [Verðbréfaþing Íslands].

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    4. tölul. verði svohljóðandi:
    8. gr. frumvarpsins orðist svo:
    Þingaðilar eru þeir nefndir sem hafa rétt til þess að setja fram tilboð og eiga viðskipti með verðbréf á Verðbréfaþinginu. Þingaðilar geta orðið:
    Seðlabanki Íslands.
    Verðbréfafyrirtæki, viðskiptabankar, sparisjóðir og aðrar lánastofnanir, svo og aðrir lögaðilar sem heimild hafa til að stunda verðbréfaviðskipti lögum samkvæmt.
    Erlendir lögaðilar sem heimild hafa til að stunda verðbréfaviðskipti hér á landi.
    Þingaðilar einir hafa rétt til að setja fram tilboð og eiga viðskipti með verðbréf á Verðbréfaþinginu.