Ferill 297. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 297 . mál.


745. Nefndarálit



um frv. til l. um Skálholtsskóla.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Þorbjörn Hlyn Árnason biskupsritara. Umsagnir bárust frá biskupi Íslands, Collegium musicum, guðfræðideild Háskóla Íslands, héraðsnefnd Árnesinga, menntamálaráðuneytinu, Prestafélagi Íslands, prófastinum í Árnessýslu og söngmálastjóra þjóðkirkjunnar.
    Markmið frumvarps þessa er að treysta starfsemi skólans og efla tengsl kirkju og þjóðlífs. Gert er ráð fyrir að Skálholtsskóli heyri undir þjóðkirkjuna en ríkið taki þátt í kostnaði af rekstri hans samkvæmt samkomulagi þar um, sjá fskj. I með frumvarpinu. Lagt er til að kirkjuráð skipi skólaráð til fjögurra ára í senn og að skólinn starfi einkum á þremur sviðum; guðfræði-, kirkjutónlistar- og fræðslusviði.
    Málið var einnig lagt fram á 115. löggjafarþingi en því hefur verið breytt og mestu ágreiningsefnin sniðin af.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins. Einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt að flytja breytingartillögur eða fylgja þeim sem fram kunna að koma.
    Fjarstaddir afgreiðslu málsins voru Ingi Björn Albertsson og Ólafur Þ. Þórðarson.

Alþingi, 17. mars 1993.



Sólveig Pétursdóttir,

Anna Ólafsdóttir Björnsson.

Björn Bjarnason.


form., frsm.



Ey. Kon. Jónsson.

Jón Helgason.

Sigbjörn Gunnarsson.



Kristinn H. Gunnarsson,


með fyrirvara.