Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 115 . mál.


746. Nefndarálit



um frv. til l. um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðjur ríkisins.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Jón Reyni Magnússon, framkvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins. Stuðst var við umsagnir er bárust á 115. löggjafarþingi frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda, hreppsnefnd Raufarhafnarhrepps, hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Síldarverksmiðjum ríkisins, Sjómannasambandi Íslands, Starfsmannafélagi ríkisstofnana og Vélstjórafélagi Íslands, svo og álitsgerð frá Hróbjarti Jónatanssyni hrl.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með nokkrum breytingum. Í fyrsta lagi verði heimili og varnarþing Síldarverksmiðjanna á Siglufirði. Í öðru lagi verði stjórn félagsins skipuð fimm mönnum. Loks er lagt til að stofnun hlutafélagsins og niðurfellingu laga um Síldarverksmiðjur ríkisins verði seinkað um þrjá mánuði vegna þess hve langt er liðið á þetta löggjafarþing.
    Vegna afgreiðslu frumvarps þessa telur meiri hluti nefndarinnar nauðsynlegt að fram fari könnun á því hvernig treysta megi forsendur frjálsrar verðmyndunar á bræðslufiski úr fiskiskipum. Í því sambandi verði kannað sérstaklega hvort slíkt megi gera með opinberri skráningu kaupverðs.

Alþingi, 17. mars 1993.



Össur Skarphéðinsson,

Árni R. Árnason.

Guðjón A. Kristjánsson.


varaform., frsm.



Guðmundur Hallvarðsson.

Hjálmar Jónsson.