Ferill 287. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 287 . mál.


805. Breytingartillögur



við frv. til l. um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Við 3. gr. Á eftir orðunum „berast til landsins“ í lok 3. mgr. komi: eða milli sóttvarnarsvæða.
    Við 7. gr. Í stað orðanna „nú óþekkta“ komi: áður óþekkta.
    Við 11. gr. Greinin orðist svo:
                  Yfirdýralækni er heimilt að takmarka eða banna flutning dýra, vöru eða tækja milli eða innan sóttvarnarsvæða telji hann að það valdi eða sé líklegt til að valda útbreiðslu sjúkdóma meðal dýra.
    Við 12. gr. Í stað orðanna „þeim er landið fá“ í síðasta málslið fyrri málsgreinar komi: ríkissjóði.
    Við 13. gr.
         
    
    Orðin „og viðkomandi heilbrigðiseftirlits“ í síðari málslið fyrri málsgreinar falli brott.
         
    
    Við fyrri málsgrein bætist nýr málsliður er orðist svo: Við urðun þeirra skal leita umsagnar viðkomandi heilbrigðiseftirlits.
    Við 15. gr. Greinin orðist svo:
                  Landbúnaðarráðherra setur reglur um sæðistöku og sæðingar, töku eggja og fósturvísa, meðferð þeirra og innlögn í dýr. Einnig um búnað, tilhögun og rekstur sæðingastöðvar og heilbrigðiskröfur varðandi dýr sem tekið er úr sæði, egg eða fósturvísar til flutnings, svo og heilbrigðiskröfur um sæði, egg og fósturvísa sem ætlaðir eru til sæðinga eða eggjaflutninga. Þá setur landbúnaðarráðherra reglur um heilbrigðiskröfur sem gerðar eru varðandi þau dýr sem notuð eru sem fósturmæður.
    Við 19. gr. Í stað orðsins „sveitarsjóði“ komi: sveitarsjóðum.
    Við 27. gr.
         
    
    Við fyrri málsgrein bætist tveir nýir málsliðir er orðist svo: Dýrasjúkdómanefnd skal vera ráðgefandi um aðgerðir til útrýmingar dýrasjúkdómum og hvers konar sóttvarnir sem hefta útbreiðslu þeirra. Þá skal hún hlutast til um stofnun svæðisnefnda og hafa eftirlit með starfrækslu varnarlína og viðhaldi þeirra.
         
    
    Síðari málsgrein falli brott.
    Við 28. gr. Greinin orðist svo:
                  Komi upp alvarlegur smitsjúkdómur í dýrum á afmörkuðum svæðum er landbúnaðarráðherra heimilt, að fenginni tillögu dýrasjúkdómanefndar, að skipa þriggja manna svæðisnefnd er verði yfirdýralækni til aðstoðar við framkvæmd hvers konar varnaraðgerða og við útrýmingu sjúkdómsins. Svæðisnefnd hefur ásamt dýrasjúkdómanefnd forgöngu um framkvæmd niðurskurðar, endurnýjun bústofns, hreinsun búfjár af svæðinu og nauðsynlega sótthreinsun.
                  Fjáreigendum, sem hafa heilbrigt sauðfé, ber skylda til að selja öll gimbrarlömb er þeir hafa til förgunar og hrútlömb eftir þörfum til þeirra fjáreigenda sem hafa fjárskipti skv. 1. mgr.
    Við 31. gr. 1. málsl. orðist svo: Lög þessi öðlast þegar gildi.
    Við viðauka 1 bætist eftirtaldir sjúkdómar:
                  Fósturlát í ám — Endemic Abortion of Ewes (EAE)
                  Gulusótt í kúm — Redwater in calves
    Eftirtaldir sjúkdómar færist úr viðauka 2 í viðeigandi flokka í viðauka 1:
                  Smitandi legbólga í hrossum — Cont. equine metritis (CEM)
                  Smitandi blóðleysi í hrossum — Equine inf. anemia (EIA)
                  Smitandi kverka- og barkabólga í nautgripum — IBR/IPV
                  Smitandi slímhúðarpest í nautgripum — MD/BVD
                  Smitandi hvítblæði í nautgripum — Enzootic leucosis
                   Bítlaveiki í sauðfé — Hairy shaker disease, Border disease
                  Bláeyra — Porcine respiratory and reproductive syndrome
                  Fuglaberklar — Avian tuberculosis
                  Veiruskita í mink — Viral enteritis (mink)
                  Hérasótt — Rabbit fever (Tularemia)
                  IPN-veiki — Inf. pancreatic necrosis
                  IHN-veiki — Inf. hemtopoietic necrosis
                  VHS-veiki — Viral haemorh. septicaemia