Ferill 274. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 274 . mál.


826. Nefndarálit



um till. til þál. um breyt. á Montreal-bókun um efni sem valda rýrnun ósonlagsins.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk á sinn fund til viðræðna um efni hennar Jón Gunnar Ottósson, Sigurbjörgu Sæmundsdóttur og Þóri Ibsen frá umhverfisráðuneytinu. Þá sendi nefndin tillöguna umhverfisnefnd þingsins til umsagnar. Í umsögn umhverfisnefndar, dags. 12. mars sl., er lagt til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar.

Alþingi, 25. mars 1993.



Rannveig Guðmundsdóttir,

Steingrímur Hermannsson.

Lára Margrét Ragnarsdóttir.


varaform., frsm.



Árni R. Árnason.

Ólafur Ragnar Grímsson.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.



Páll Pétursson.

Tómas Ingi Olrich.

Sigríður A. Þórðardóttir.