Ferill 375. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 375 . mál.


972. Breytingartillögur



við frv. til l. um kirkjugarða, greftrun líka og líkbrennslu.

Frá allsherjarnefnd.



    Við 2. gr. Síðari málsliður 3. mgr. falli brott.
    Við 9. gr. Í stað orðanna „utanþjóðkirkjusöfnuðir með a.m.k. 2.000 gjaldskylda meðlimi“ í 2. málsl. komi: utanþjóðkirkjusöfnuðum með a.m.k. 1.500 gjaldskylda meðlimi er heimilt að.
    Við 11. gr. Í stað orðanna „og þjóðminjavörður“ í 2. málsl. fyrri málsgreinar komi: þjóðminjavörður og fulltrúi tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Á eftir orðinu „skyldur“ í fyrirsögn IV. kafla komi: og rétt.
    Við 12. gr. Á undan orðinu „girðingu“ í fyrri málsgrein komi: efni í.
    Við 13. gr. 2. málsl. fyrri málsgreinar falli brott.
    Við 21. gr.
         
    
    Síðari málsliður fyrri málsgreinar orðist svo: Ráðherra setur nánari reglur um leyfisveitinguna í reglugerð.
         
    
    Á eftir orðinu „starfsemi“ í síðari málsgrein komi: og fjárhagur henni tengdur.
    Við 26. gr. Eftirfarandi breytingar verði á fyrri málsgrein:
         
    
    1. málsl. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „Með sama hætti“ í 2. málsl. komi: Kirkjugarðsstjórn.
    Við 27. gr. Í stað orðanna „afhenda skrána borgarlækni (héraðslækni)“ í síðari málslið 2. mgr. komi: afhenda afrit skrárinnar héraðslækni.
    Við 37. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Kirkjugarðsstjórnir skulu senda Ríkisendurskoðun reikningshald kirkjugarða fyrir næstliðið ár fyrir 1. júní ár hvert.
    Við 38. gr.
         
    
    3. málsl. 4. mgr. falli brott.
         
    
    5. mgr. orðist svo:
                            Gera má aðför fyrir kirkjugarðsgjöldum samkvæmt þessari grein.
    Við 44. gr. Síðari málsliður falli brott.
    Við 45. gr. Eftirfarandi breytingar verði á fyrri málsgrein:
         
    
    Á undan orðinu „utanþjóðkirkjusöfnuðum“ í fyrri málslið komi: skráðum.
         
    
    Orðið „löggiltan“ í fyrri málslið falli brott.
    Við 49. gr. Í stað orðsins „jafnan“ í 1. málsl. komi: að jafnaði.
    Við 53. gr. Í stað orðanna „31. des. 1992“ komi: 31. des. 1993.
    Orðið „líka“ í fyrirsögn frumvarpsins falli brott.