Ferill 307. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 307 . mál.


1002. Nefndarálit



um frv. til l. um stofnun hlutafélags um Íslenska endurtryggingu.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Bjarna Þórðarson, framkvæmdastjóra Íslenskrar endurtryggingar. Umsagnir bárust frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, starfsmönnum Íslenskrar endurtryggingar, Íslenskri endurtryggingu, Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða, Tryggingastofnun ríkisins og Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
    Í frumvarpinu er lagt til að stofnað verði hlutafélag um Íslenska endurtryggingu sem taki við rekstri, eignum og skuldum félagsins og mælir nefndin með samþykkt þess.
    Nefndin leggur til að gerðar verði leiðréttingar á dagsetningum í frumvarpinu.
    Finnur Ingólfsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 21. apríl 1993.



Sigbjörn Gunnarsson,

Sólveig Pétursdóttir.

Sigríður A. Þórðardóttir.


form., frsm.



Margrét Frímannsdóttir.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Geir H. Haarde.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.