Ferill 440. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 440 . mál.


1020. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og leggur meiri hluti hennar til að það verði samþykkt.
    Með frumvarpinu er verið að gera breytingar á lögunum um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu sem Alþingi samþykkti 12. janúar sl. og leiðir þær af því að Sviss ákvað í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. desember sl. að gerast ekki aðili að svæðinu. Breytingarnar eru því tæknilegs eðlis frekar en efnislegar.
    Við meðferð málsins í nefndinni hefur jafnframt verið fjallað á nýjan leik um bókun 3 við EES-samninginn. Sú bókun er um landbúnaðarmál og er samningaviðræðum um endanlegan frágang hennar enn ólokið. Meiri hluti nefndarinnar telur nauðsynlegt að Alþingi fái eins og hingað til nákvæmar upplýsingar um framvindu mála í þeim samningaviðræðum þannig að þingmenn eigi þess kost að taka afstöðu til málsins þar til endanlegar niðurstöður viðræðna liggja fyrir.

Alþingi, 27. apríl 1993.



Björn Bjarnson,

Karl Steinar Guðnason.

Geir H. Haarde.


form., frsm.



Árni R. Árnason.

Lára Margrét Ragnarsdóttir.