Ferill 116. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 116 . mál.


1090. Nefndarálit



um till. til þál. um safn þjóðminja að Hólum í Hjaltadal.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk um hana umsögn frá menntamálaráðuneytinu, landbúnaðarráðuneytinu, Jónasi Gíslasyni, vígslubiskupi í Skálholti, Bolla Gústavssyni, formanni Hólanefndar, Félagi íslenskra safnamanna, Ferðmálaráði Íslands, Þór Magnússyni þjóðminjaverði, héraðsnefnd Skagfirðinga og fjármálaráðuneytinu.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Tillgr. orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna möguleika á stofnun safns þjóðminja að Hólum í Hjaltadal er verði einkum helgað kirkjusögu Íslands.

    Ólafur Þ. Þórðarson og Valgerður Sverrisdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. maí 1993.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Björn Bjarnason.


form., frsm.



Tómas Ingi Olrich.

Svavar Gestsson.

Kristín Ástgeirsdóttir.



Árni Johnsen.