Ferill 306. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 306 . mál.


1093. Nefndarálit



um frv. til l. um Menningarsjóð.

Frá meiri hluta menntamálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk um það umsagnir frá sagnfræðiskor, heimspekiskor, íslenskuskor og bókmenntafræði- og málvísindaskor heimspekideildar Háskóla Íslands, Bandalagi íslenskra listamanna, Rithöfundasambandi Íslands, Félagi íslenskra bókaútgefenda, Félagi íslenskra fræða, rektor Háskóla Íslands og Hagþenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingar meiri hlutans eru tvíþættar:
    Í fyrsta lagi er lögð til sú breyting að stjórn Menningarsjóðs skuli kosin hlutfallskosningu á Alþingi eftir hverjar alþingiskosningar í stað þess að vera skipuð af ráðherra eins og lagt er til í frumvarpinu.
    Í öðru lagi er gerð sú breyting að 4. gr. frumvarpsins er felld brott og efni hennar fellt inn í 1. og 2. gr. frumvarpsins.
    Ólafur Þ. Þórðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. maí 1993.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Björn Bjarnason.


form., frsm.



Tómas Ingi Olrich.

Árni Johnsen.