Ferill 305. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 305 . mál.


1107. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á útvarpslögum, nr. 68/1985.

Frá Svavari Gestssyni.



    Við 4. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Orðin „eftir því sem kostur er“ í 3. málsl. 2. efnismgr. falli brott.
         
    
    Við 3. tölul. b bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                            Menntamálaráðuneytið felur Íslenskri málstöð, útvarpsréttarnefnd eða öðrum aðilum að gera úttekt á framkvæmd þessarar greinar.
    Við 5. gr. Á eftir 2. efnismgr. komi ný málsgrein svohljóðandi:
                  Allt tal og texti í auglýsingum skal vera á íslensku.