Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 210 . mál.


1132. Breytingartillögur



við frv. til l. um aðgerðir gegn peningaþvætti.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 2. gr. Í stað orðanna „refsiverðs verknaðar“ og í stað sömu orða hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi (í viðeigandi beygingarföllum): brots á almennum hegningarlögum eða lögum um ávana- og fíkniefni.
    Við 3. gr. Á eftir orðinu „viðskiptamaður“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: sem ekki er í föstu viðskiptasambandi skv. 1. mgr.
    Við 15. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1993.