Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 210 . mál.


1134. Nefndarálit



um frv. til l. um aðgerðir gegn peningaþvætti.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund frá viðskiptaráðuneytinu Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóra, Finn Sveinbjörnsson skrifstofustjóra og Pál Ásgrímsson lögfræðing. Umsagnir bárust frá Seðlabanka Íslands, Verðbréfaþingi Íslands, Neytendasamtökunum, Félagi löggiltra endurskoðenda, Lögmannafélagi Íslands, Verslunarráði Íslands og Sambandi íslenskra viðskiptabanka.
    Nefndin leggur til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á frumvarpinu:
    Lagt er til að 2. gr. verði breytt þannig að í stað þess að kveðið verði á um að rekja megi uppruna eignar til refsiverðs verknaðar verði tiltekið að rekja megi uppruna eignarinnar til brots á almennum hegningarlögum eða lögum um ávana- og fíkniefni.
    Þá er lögð til sú breyting á 3. gr. að fastur viðskiptamaður þurfi ekki að sýna persónuskilríki þegar hann á í viðskiptum með hærri fjárhæð en 1.100.000 kr.
    Loks er lagt til að 15. gr. verði breytt þannig að lögin taki gildi 1. júlí 1993 en ekki verði miðað við gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þessum breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 5. maí 1993.



Vilhjálmur Egilsson,

Guðjón Guðmundsson.

Einar K. Guðfinnsson.


form., frsm.



Halldór Ásgrímsson.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.

Kristín Ástgeirsdóttir.



Rannveig Guðmundsdóttir.

Sólveig Pétursdóttir.

Steingrímur J. Sigfússon.