Ferill 34. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 34 . mál.


1136. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda, og lögum nr. 52/1987, um opinber innkaup, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, SP, RG, GuðjG).



    Við 2. gr.
         
    
    Í stað orðanna „sérleyfa eða einkaréttar“ í 3. málsl. a-liðar komi: sérleyfa eða annars konar einkaréttar.
         
    
    Í stað orðanna „verk boðið út í áföngum“ í 1. málsl. c-liðar komi: verki skipt í áfanga.
         
    
    Í stað orðanna „innlendum fjölmiðlum“ í 3. málsl. 3. mgr. d-liðar komi: þess konar auglýsingum.
         
    
    E-liður orðist svo:
                            Nú telur verktaki að stjórnvald eða annar verkkaupi, sem lög þessi taka til, hafi tekið ákvörðun í tengslum við framkvæmd útboðs eða gerð verksamnings sem felur í sér brot á ákvæðum VI. kafla laga þessara og getur hann þá kært þá ákvörðun til fjármálaráðuneytis.
                            Kæra skal vera skrifleg og rökstudd og skulu fylgja henni nauðsynleg gögn. Fjármálaráðuneytinu er heimilt að krefja kæranda um frekari upplýsingar ef það telur ástæðu til.
         
    
    F-liður orðist svo:
                            Fjármálaráðuneytið getur, eftir að hafa fengið kæru til meðferðar, gripið til eftirfarandi aðgerða fram að þeim tíma er tilboð frá bjóðanda hefur verið samþykkt:
                   
    Stöðvað um stundarsakir útboð og gerð verksamnings.
                   
    Breytt ákvörðun verkkaupa, m.a. með því að auglýsa útboð á nýjan leik, breyta útboðsauglýsingum, útboðsgögnum og útboðsskilmálum.
                            Nú vill kærandi ekki una úrlausn fjármálaráðuneytis skv. 1. mgr. og getur hann þá borið ákvörðun verkkaupa í sambandi við framkvæmd útboðs eða gerð verksamnings undir dómstóla, sbr. þó 29. gr.
         
    
    G-liður orðist svo:
                            Verkkaupi er bótaskyldur vegna þess tjóns sem brot á ákvæðum VI. kafla laga þessara hefur í för með sér fyrir verktaka. Bótafjárhæð skal miðast við kostnað við að undirbúa tilboð og að taka þátt í útboði.
         
    
    Í stað orðanna „áður en samningsgerð er lokið“ í 1. mgr. h-liðar komi: áður en tilboð frá bjóðanda hefur verið samþykkt.
         
    
    1. málsl. 2. mgr. h-liðar orðist svo: Eftir að verkkaupa hefur borist tilkynning frá eftirlitsstofnun EFTA eða fjármálaráðuneyti um að stofnunin telji að um brot hafi verið að ræða skal verkkaupi innan viku frá því að fyrri tilkynningin berst senda fjármálaráðuneyti.
         
    
    Síðari málsliður 3. mgr. h-liðar falli brott.
         
    
    Síðari málsgrein i-liðar orðist svo:
                            Ákvörðun verður ekki kærð til fjármálaráðuneytis eftir að tilboð frá bjóðanda hefur verið samþykkt.
    Á undan 4. gr. í II. kafla komi ný grein er orðist svo:
                  Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
                  Ákvæði 9. til 14. gr. laga þessara gilda eingöngu um útboð og innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu.
    Við 4. gr.
         
    
    Í stað orðsins „yfirliti“ í 2. málsl. fyrri málsgreinar a-liðar komi: eftirliti.
         
    
    Í stað orðanna „sérleyfa eða einkaréttar“ í 2. mgr. b-liðar komi: sérleyfa eða annars konar einkaréttar.
         
    
    1. málsl. 1. mgr. d-liðar orðist svo: Í sérstakri kynningarauglýsingu í upphafi hvers reikningsárs skal tilkynnt um heildarvörukaup eftir vöruflokkum ef áætluð fjárhæð þeirra innkaupa sem ráðgert er að bjóða út á næstu 12 mánuðum er jöfn eða hærri en 750.000 ECU án virðisaukaskatts.
         
    
    Í stað orðanna „innlendum fjölmiðlum“ í 3. málsl. 3. mgr. d-liðar komi: þess konar auglýsingum.
         
    
    E-liður orðist svo:
                            Nú telur bjóðandi að stjórnvöld hafi tekið ákvörðun í tengslum við framkvæmd útboðs eða gerð samnings um innkaup sem felur í sér brot á ákvæðum laga þessara um útboð á Evrópska efnahagssvæðinu og getur hann þá kært þá ákvörðun til fjármálaráðuneytis.
                            Kæra skal vera skrifleg og rökstudd og skulu fylgja henni nauðsynleg gögn. Fjármálaráðuneytinu er heimilt að krefja kæranda um frekari upplýsingar ef það telur ástæðu til.