Ferill 276. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 276 . mál.


1185. Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 76/1989, 70/1990, 124/1990, 130/1990, 24/1991, 47/1991 og 10.–12. gr. laga nr. 1/1992.

Frá minni hluta félagsmálanefndar.



    Nefndin hélt fund 5. maí sl. Á fundinn komu að eigin ósk formaður húsnæðismálastjórnar og framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins til þess að ræða og skýra sjónarmið sín gagnvart al varlegum ásökunum félagsmálaráðherra í garð húsnæðismálastjórnar og embættismanna Húsnæð isstofnunar ríkisins. Lögðu þeir fram gögn varðandi málið og svörðuðu spurningum nefndarmanna.
    Telur minni hlutinn rétt að framlögð gögn séu birt sem fylgiskjal með nefndaráliti þessu.
    Einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja breytingartillögur við frumvarpið.

Alþingi, 6. maí 1993.



    Kristinn H. Gunnarsson,     Jón Kristjánsson.     Ingbjörg Pálmadóttir.
    frsm.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.




Fylgiskjal.


Bréf Húsnæðisstofnunar ríkisins til félagsmálaráðherra.


(5. maí 1993.)



(Tölvutækur texti ekki til.)




Fskj. 1.


Bréf húsnæðismálastjórnar til félagsmálaráðuneytis.


(4. mars 1993.)



(Tölvutækur texti ekki til.)




Fskj. 2.



Bréf húsnæðismálastjórnar til félagsmálaráðuneytis.


(4. mars 1993.)



(Tölvutækur texti ekki til.)





Bréf húsnæðismálastjórnar til félagsmálaráðuneytis.


(17. mars 1993.)



(Tölvutækur texti ekki til.)




Byggingarsjóður verkamanna:

Viðgerðir vegna byggingargalla (áætlun).




(Tafla ekki tiltæk.)




Fskj. 3.


Bréf húsnæðismálastjórnar til félagsmálaráðuneytis.


(4. mars 1993.)




(Tölvutækur texti ekki til.)




Fskj. 4.


Bréf húsnæðismálastjórnar til félagsmálaráðuneytis.


(5. mars 1993.)




(Tölvutækur texti ekki til.)



Fskj. 5.


Bréf húsnæðismálastjórnar til félagsmálaráðuneytis.


(24. september 1992.)



    Á fundi húsnæðismálastjórnar 17. september sl. var tekið fyrir erindi yðar í bréfi, dags. 14. júlí sl. (Tilv. 4110). Með vísan til þess gerði húsnæðismálastjórn neðangreinda samþykkt á framangreindum fundi sínum:

Tillaga að breytingum á lögum nr. 86/1988, með síðari breytingum.


    Viðbót við 7. gr laganna:
    Húsnæðismálastjórn skal setja Húsnæðisstofnum gjaldskrá vegna vanskilainnheimtu á lánum stofnunarinnar.
    Heimilt er að vanskilakostnaður verði ákveðið jöfnunargjald á hvert skuldabréf þannig að jafn ræðis verði gætt og skuldarar greiði sama gjald hvar sem þeir búa á landinu.

Greinargerð.


    Núverandi gjaldskrá stofnunarinnar, sem gefin var út 14. júlí 1992 og birt í Lögbirtingablaðinu 31. júlí 1992, er byggð á skaðleysissjónarmiðum. Við setningu gjaldskrárinnar var gjald ákveðið þannig að áætlaður var kostnaður stofnunarinnar vegna vanskilainnheimtu og honum síðan jafnað niður á áætlaðan fjölda greiðsluáskorana og nauðungarsölubeiðna. Ljóst er að út af getur brugðið með slíkt mat vegna breyttra forsendna og því er nauðsynlegt að stofnunin hafi beina lagaheimild til gjaldtöku.
    Þá er í 2. mgr. lagt til að heimilt verði að jafna sérstökum kostnaði niður á skuldara þannig að jafnræðis sé gætt hvar sem þeir búa á landinu.