Ferill 420. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 420 . mál.


1188. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 93 20. nóvember 1992, um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (ÖS, ÁRÁ, VE, TIO, GAK).



    Við 1. gr. Efnismálsliður greinarinnar orðist svo: Innfluttum sjávarafurðum skal ætíð haldið aðgreindum frá innlendum uns þær eru fluttar úr landi. Sjávarútvegsráðherra er þó heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði þegar slíkum aðskilnaði verður ekki við komið af vinnslutæknilegum ástæðum.
    Við 2. gr. Í stað orðanna „gjald fyrir þjónustu“ í fyrri efnismálsgrein komi: gjald til að standa undir kostnaði við þjónustu.