Ferill 231. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 231 . mál.


1214. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 49/1974, um Lífeyrissjóð sjómanna, lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og lögum nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Frumvarpið er eitt af þeim mörgu frumvörpum sem Alþingi hefur fjallað um á yfirstandandi þingi og tengist samningnum um EES. Nefndin hafði afar lítinn tíma til að fjalla um þetta mál en í umsögnum komu fram ábendingar um fleiri atriði sem athuga þurfi í lögum þessum. Því er það skoðun minni hlutans að málið þarfnist nánari athugunar og leggur hann til að því verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 6. maí 1993.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Halldór Ásgrímsson.


frsm.