Tilkynning um utandagskrárumræðu

74. fundur
Mánudaginn 24. janúar 1994, kl. 15:03:14 (3298)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill geta þess að hér mun fara fram utandagskrárumræða að lokinni afgreiðslu eina dagskrármálsins. Það eru tvær utandagskrárumræður sem eru báðar skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa, annars vegar að beiðni hv. 2. þm. Suðurl., Jóns Helgasonar, um samkeppnisstöðu innlendrar garðyrkju og síðari utandagskrárumræðan að beiðni hv. 6. þm. Norðurl. e., Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, um forræði á innflutningi búvara.