Varamaður tekur þingsæti

76. fundur
Þriðjudaginn 25. janúar 1994, kl. 13:33:16 (3359)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 21. jan. 1994:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að þar sem 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Vesturlandskjördæmi getur ekki vegna sérstakra anna tekið sæti á Alþingi taki 2. varaþingmaður, Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkurbústjóri, Búðardal, sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Sturla Böðvarsson, 1. þm. Vesturl.``


    Þá er hér annað bréf, dags. 21. jan. 1994:
    ,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti Sturlu Böðvarssonar á Alþingi næstu tvær vikur sem 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Vesturlandskjördæmi.
Virðingarfyllst, Elínbjörg Magnúsdóttir.``


    Kjörbréf Sigurðar Rúnars Friðjónssonar hefur verið rannsakað og samþykkt, Hann hefur hins vegar ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því skv. 2. gr. þingskapa að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni.

    Sigurður Rúnar Friðjónsson, 1. þm. Vesturl., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.