Stöðvun verkfalls fiskimanna

76. fundur
Þriðjudaginn 25. janúar 1994, kl. 15:31:19 (3375)

[15:31]
     Einar K. Guðfinnsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég er í miklum vanda vegna þessa máls þar sem það var auðvitað öllum ljóst sem hlýddu á mál hv. 4. þm. Norðurl. e. að hann var í bullandi andsvari við hv. 2. þm. Vestf. Þannig að ég get í raun og veru ekki borið hönd fyrir höfuð honum þó ég vildi það náttúrlega helst af öllu, enda er hv. 2. þm. Vestf. afar vopnfimur og getur tekið hér til máls raunar síðar. Og þó ég vilji hlut hv. 2. þm. Vestf. alltaf sem mestan þá treysti ég mér því miður ekki til þess í þessu andsvari sérstaklega, að bera hönd fyrir höfuð honum.