Stöðvun verkfalls fiskimanna

76. fundur
Þriðjudaginn 25. janúar 1994, kl. 17:06:39 (3387)


[17:06]
     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég bið þingmanninn afsökunar á því ef ég hef ekki nefnt hann réttu nafni en mér er það ljóst . . .   (Gripið fram í.) Hvað segir þingmaðurinn? ( Gripið fram í: Hann heitir bara Guðmundur.) Guðmundur Hallvarðsson, mér er það ljóst að hann heitir það. ( Gripið fram í: Hann er Hallvarðsson.)
    ( Forseti (GunnS) : Ég vil biðja hv. þm. að veita ræðumanni gott hljóð.)
    Ég vil að það komi hér skýrt fram, hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson, að ég er andvígur þessum lögum. Ég hef ekki staðið hér að lagasetningu og ekki staðið að því að setja lög á íslenska sjómenn og ég mun aldrei gera það. Því get ég lýst yfir hér úr þessum stól. Ég hef ekki gert það og mun ekki gera það.