Stöðvun verkfalls fiskimanna

76. fundur
Þriðjudaginn 25. janúar 1994, kl. 19:05:31 (3411)


     Forseti (Kristín Einarsdóttir) :
    Forseti vill taka fram að hann les ekki upp úr þingsköpunum eftir leiðbeiningu ráðherra heldur eftir því sem hann telur við eiga hverju sinni. ( ÓÞÞ: Ég sagði að hann ætti ekki heldur að gera það. Ég tók það skýrt fram.) Það lá í orðum þingmannsins að forseti læsi upp ú þingsköpum eftir því sem ráðherrar segðu en það er svo sannarlega ekki. Í 55. gr. þingskapa segir um fundarstjórn forseta að þá er heimilt að gera athugasemd við fundarstjórn forseta í þrjár mínútur í senn, en enginn má tala oftar en tvisvar. Vegna þess að hv. 8. þm. Reykn. hafði beðið um orðið aftur að því er ég taldi um fundarstjórn forseta, en hann var búinn að tala tvisvar, var ekki hægt að veita honum orðið. ( ÓRG: Það er hægt að gera matarhlé og kalla þá þá menn til fundar sem beðið er um.)