Stöðvun verkfalls fiskimanna

76. fundur
Þriðjudaginn 25. janúar 1994, kl. 22:31:46 (3458)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Hv. 2. þm. Austurl. ( SvG: Bera af mér sakir. Það verður forseti að leyfa.) hefur óskað eftir að ræða hér fundarstjórn. Hef ég skilið það svo rétt? ( JónK: Já.) Hann bað á undan um orðið og tekur til máls, hv. 2. þm. Austurl. ( ÓRG: Ég vil vekja athygli forseta á að það er allt annar úrskurður en aðalforseti þingsins kvað upp í dag. Það er vont að á sama sólarhring komi gagnstæðir úrskurðir úr forsetastóli.) Ég vek athygli hv. þingmanna á 55. gr. þingskapa. Ég stjórna samkvæmt henni. Hv. þm. 2. þm. Austurl. hefur óskað eftir að ræða um fundarstjórn forseta. Það er einnig heimild í 55. gr. til þess að bera af sér sakir en hv. þm. óskaði á undan hv. 9. þm. Reykv. um að ræða fundarstjórn og lít ég svo á að hér eigi að fara eftir slíkri röð enda er slíkt upp talið með þeim hætti í þingsköpum. ( ÓRG: Er þá verið að segja að Salome Þorkelsdóttir hafi ...?) Hv. 2. þm. Austurl. tekur til máls og ég óska eftir því að hv. þingmenn geri athugasemdir við fundarstjórn úr ræðustól.