Stöðvun verkfalls fiskimanna

76. fundur
Þriðjudaginn 25. janúar 1994, kl. 22:35:31 (3463)


[22:35]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
     Herra forseti. Hv. 9. þm. Reykv. hefur í annað skiptið haldið því fram að ég hafi gefið fyrirmæli um það að opna lögskráningarskrifstofur áður en bráðabirgðalögin voru gefin út. Ég vek enn á því athygli að þegar hann vakti máls á þessu í fyrsta sinn, þá gerði hann það í spurnarformi og innti eftir því hvort ég hefði gefið slíkt fyrirmæli en breytti svo áherslum sínum í síðari ræðu og fullyrti að ég hefði gefið slík

fyrirmæli. Það eru þær ásakanir sem ég er að bera af mér og er að upplýsa hér að hvorki ég né nokkur starfsmaður dómsmrn. gaf slíkar fyrirskipanir. Og eftir að ég hef upplýst þetta hér kemur hv. þm. á nýjan leik og endurtekur ásakanir sínar og dylgjur í minn garð í þessu efni. Það tel ég hv. þm. ekki samboðið.