Stöðvun verkfalls fiskimanna

76. fundur
Þriðjudaginn 25. janúar 1994, kl. 22:36:37 (3465)


[22:36]
     Svavar Gestsson :
    Ég ber af mér þær sakir, hæstv. forseti, að hæstv. sjútvrh. hefur borið það á mig að fara hér rangt með upplýsingar. Það er alveg augljóst mál samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef, m.a. frá fjölda forustumanna sjómanna, að í aðdraganda setningar bráðabirgðalaganna var um að ræða lögskráningu á fjölda skipa. Og hverju sætir það ef ekki leyfi frá dómsmrn. að menn hlaupi til og opni lögskráningarstofur í yfirtíð fjórum klukkustundum áður en tilkynnt er að bráðabirgðalögin hafi verið sett? Ég mundi ekki sinna skyldu minni sem alþingismaður ef ég bæri þessar umkvartanir ekki fram með skýrum og afdráttarlausum hætti hér og þrisvar sinnum ef þörf krefur og þrisvar sinnum enn ef það er nauðsynlegt.