Stöðvun verkfalls fiskimanna

76. fundur
Þriðjudaginn 25. janúar 1994, kl. 23:29:00 (3476)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Forseti biðst velvirðingar á því að fundarhlé varð lengra en áætlað hafði verið. Það er niðurstaða forseta að halda þessum umræðum áfram. ( SvG: Um fundarstjórn forseta.) Ég verð að upplýsa hv. 9. þm. Reykv. að hann hefur þegar talað fjórum sinnum um fundarstjórn forseta. ( ÓRG: Það er svo langt liðið síðan.) Það er ekki langt liðið síðan vegna þess að hv. þm. hefur þegar talað fjórum sinnum um fundarstjórn í þessari lotu. (Gripið fram í.) Fyrirgefið, tvisvar um fundarstjórn og tvisvar borið af sér sakir. Hv. 2. þm.

Austurl. hefur óskað eftir tala um fundarstjórn. Hv. 2. þm. Austurl. hefur þegar talað tvisvar sinnum um fundarstjórn. ( JónK: Ég óska eftir að sjá mælendaskrá.) ( ÓRG: Um fundarstjórn forseta.) Hv. 8. Reykn. hefur einnig talað tvisvar sinnum um fundarstjórn forseta. Hann hefur því talað tvisvar sinnum og hefur því lokið lotu sinni. Til máls tekur hv. 8. þm. Reykn. um dagskrármálið.