Starfshættir nefnda, vinnubrögð í landbúnaðarnefnd

77. fundur
Miðvikudaginn 26. janúar 1994, kl. 15:49:38 (3523)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Vegna fyrirspurnar hv. 8. þm. Reykn. um það hvort heimilt sé að taka upp önnur mál í hv. þingnefndum en þingið hefur vísað til þeirra þá vil ég vekja athygli hv. þm. á 26. gr. þingskapa. Þar segir:
    ,,Heimilt er nefnd að eigin frumkvæði að fjalla um önnur mál en þau sem þingið vísar til hennar. Um slík mál getur nefnd gefið þinginu skýrslu, sbr. 31. gr.`` --- Og þar er síðan nánar gerð grein fyrir því í hverju það ákvæði er fólgið. Það má því ljóst vera af þessari grein að hv. þingnefnd er heimilt að taka fyrir önnur þau mál en þingið hefur vísað beint til hennar.