Tilkynning um utandagskrárumræðu

78. fundur
Fimmtudaginn 27. janúar 1994, kl. 10:30:06 (3532)


     Forseti (Pálmi Jónsson) :
    Áður en gengið er til dagskrár fer fram utandagskrárumræða um atvinnuleysið og aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn því. Málshefjandi er hv. 8. þm. Reykn. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa, þó þannig að umræðan mun standa í um þrjár klukkustundir eða þar til kl. 13.30. Samkvæmt því hefur hver þingflokkur til umráða um 35 mínútur. Um þetta fyrirkomulag umræðunnar er samkomulag milli þingflokka.