Atvinnuleysið og aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn því

78. fundur
Fimmtudaginn 27. janúar 1994, kl. 13:15:36 (3553)


[13:15]
     Gísli S. Einarsson :
    Virðulegur forseti. Þegar efnt var til þessarar umræðu hélt ég að það væri verið að fjalla um mál sem allir þingmenn létu sér við koma og undirbjó mig því til þess að flytja hér mál og tillögur sem gætu lotið að því að skapa atvinnu á Íslandi. Ég vil fyrir hönd þeirra atvinnulausu standa hér og segja: Vér mótmælum allir að þingheimur skuli ekki sýna þessu máli meiri virðingu heldur en hann gerir. Ég ætla ekki að flytja mína ræðu. Ég geymi það til betri tíma.