Stjórnarfrumvarp um landbúnaðarmál

79. fundur
Mánudaginn 31. janúar 1994, kl. 15:09:41 (3573)


[15:09]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Ég þakka þessi svör og áhuga forseta á að drífa málið til umræðu. Ég teldi enga goðgá að taka þetta mál fyrir með afbrigðum þannig að við þyrftum ekki að bíða lengi eftir að það kæmi til umræðu.
    Hins vegar er það þetta með tímasetningar. Hvað er bráðlega? Það er orðið nokkuð afstætt. Ég minni á yfirlýsingar um kaup á björgunarþyrlu í því sambandi. Þetta ,,bráðlega`` getur því verið mjög langur tími. Ég tel að við höfum ekki efni á að bíða lengi. Ef ríkisstjórnin hefur ekki burði til að drífa þetta mál frá sér og fyrir þingið þá verður þingið að taka málið í sínar hendur og afgreiða með skjótum hætti það frv. sem hér liggur fyrir. Það vil ég eindregið fara fram á að gerist í þessari viku.