Áhrif af niðurfellingu aðstöðugjalds

79. fundur
Mánudaginn 31. janúar 1994, kl. 15:20:06 (3579)


[15:17]
     Fyrirspyrjandi (Rannveig Guðmundsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir það svar sem ég hef fengið frá forsrh. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það var ekki við því að búast að öll upphæðin sem aðstöðugjöldin námu skilaði sér í lækkuðum útgjöldum heimilanna.
    Það er afar mikilvægt að geta fylgst með hreyfingu verðlags og áhrifum af aðgerðum ríkisvaldsins. Mér finnst mikilvægt að það hefur komið hér fram að þessar líkur séu á að verðlag hafi af völdum þessa lækkað um 1--1,5% og að það þýði bættan hag heimilanna upp á 3 milljarða.
    Ég vona að það reynist svo en hef nokkrar áhyggjur af því miðað við reynslu mína frá því í haust hvað erfitt er að fá hröð og óyggjandi svör um hreyfingu verðlags.