Lyfjalög

80. fundur
Þriðjudaginn 01. febrúar 1994, kl. 15:57:20 (3652)


[15:57]
     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ef samkeppnin verður til þess að hjartasjúklingarnir fái lyfin ódýrar en ella þá er sú samkeppni til góðs. Ef samkeppnin hjá læknunum verður til þess að sú mismunandi þjónusta sem hv. þm. gerir ráð fyrir felist í því að einhverjir læknar veiti betri þjónustu en áður var veitt og verði þannig leiðandi í sinni grein þá er sú samkeppni til góðs.
    En mér finnst afar undarlegt að heyra talað um það að sjúklingar þurfi að hlaupa út um borg og bý til þess að finna lægsta verðið því við búum í því sem oft er kallað upplýsingaþjóðfélag og við þurfum ekki að hlaupa út um borg og bý. Við höfum fjölmiðla og við höfum tölvur til þess að gefa okkur þessar upplýsingar.