Lyfjalög

80. fundur
Þriðjudaginn 01. febrúar 1994, kl. 16:54:01 (3670)


[16:54]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Höfundar þessa frv. upphaflega voru starfsmenn heilbrrn. og þeir leituðu í smiðju til þeirra aðila sem hv. þm. Ingibjörg Sólrún nefndi til sögunnar og auðvitað fjölmargra annarra.
    Ég vil hins vegar árétta það í þessu sambandi að þessi markaður, heilbrigðismarkaður getum við sagt, sem byggir fyrst og síðast á því að opinberir aðilar eru að kaupa af einkaaðilum tiltekna þjónustu, er ekkert ólíkur öðrum mörkuðum hvað það varðar að þeim sem fyrir eru á honum gengur misjafnlega vel, sumum betur en öðrum, og eru ekki síður nú en oftast áður ófúsir til þess að ljá máls breytingu sem hugsanlega getur breytt þeirra eigin stöðu. Það gildir það sama á þessum vettvangi þjóðmála eins og svo mörgum öðrum.