Samkomulag stjórnarflokka um sjávarútvegsmál

81. fundur
Miðvikudaginn 02. febrúar 1994, kl. 14:11:01 (3722)


[14:11]
     Hjörleifur Guttormsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Raunar ætla ég ekki að ræða um fundarstjórn forseta og bendir það til þess að óheppilega er orðað í þingsköpum að ætla að binda athugasemdir við fundarstjórn forseta.
    Ég geri hér athugasemd við það að hæstv. utanrrh. er ekki viðstaddur í þessum fyrirspurnatíma og hefur ekki boðað nein forföll. ( ÓÞÞ: Það er hluti af fundarstjórn forseta.) Ég óskaði eftir því að fá að bera fram fyrirspurn og ætlaði að beina máli mínu til hæstv. utanrrh. en hann er ekki kominn til fundar. Hann er e.t.v. að fara yfir tollnúmer og strika út tollnúmer þessa stundina ef marka má það sem kom fram í fyrirspurnatíma áðan.
    Ég vil biðja hæstv. forseta um að áminna hæstv. ráðherra, a.m.k. þá sem það á við, um að sinna skyldum sínum, ekki síst í dagskrártíma sem þeim sem var áðan á dagskránni. En ég ætla ekki að fara að víkja máli til annarra ráðherra sem hefði auðvitað verið hugsanlegt enda fyrirspurnamálið af dagskrá.