Hafnalög

81. fundur
Miðvikudaginn 02. febrúar 1994, kl. 16:05:20 (3737)


[16:05]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér heyrist að hæstv. ráðherra skilji ekki almennilega þetta 25% álag sem við höfum verið að gagnrýna á vörugjöld. Við vorum ekki að tala um hin almennu vörugjöld heldur 25% álagið á vörugjöld sem gert er að tekjustofni fyrir ríkissjóð. Í þessu tilfelli á það að renna til Hafnabótasjóðs. En þetta 25% álag fer ekkert beint til hafnarinnar. Það fer t.d. ekki beint til Ísafjarðarhafnar til framkvæmda þar þó hæstv. ráðherra hafi verið að þylja upp einhverjar framkvæmdir sem þar eiga að fara fram. Það er alger misskilningur. Það fer ekki beint inn til þeirrar hafnar. Þannig að þarna virðist hæstv. ráðherra ekki vita um hvað hann er að tala.